top of page

Lóðrétt rannsókn


Lóðrétt rannsókn: Ódauðleg verk Áhugaleikhúss átvinnumanna 2005-2015 eftir Steinunni Knútsdóttur, deildarforseta sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Útgefendur eru Listaháskóli Íslands og Háskólaútgáfan.

Í bókinni varpar Steinunn persónlegu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss atvinnumanna og rekur tilurð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“. Hún kryfur hvert og eitt verk út frá samhengi þess, aðferðum og erindi og veitir lesandanum innsýn í menningarpólitískan jarðveg verkanna. Enn fremur lýsir hún hér afstöðu leikhópsins til starfsumhverfis sviðslista á Íslandi. Þá birtast í bókinni handritin sjálf og opinber gagnrýni um sviðsetningar leikhópsins í fullri lengd, auk hugleiðinga samferðafólks úr listheiminum.




Comments


bottom of page