top of page

HeimanfylgjaSamstarfið við Steinunni var skemmtilegur hluti af hönnun bókarinnar, en hún veitti mér innblástur með frásögn sinni af því sem hún hafði rannsakað og skoðað varðandi líf og skáldskap Hallgríms Péturssonar. Hún bauð mér heim til sín þar sem við skoðuðum saman gömlu Guðbrandsbiblíuna frá Hólum í Hjaltadal, og þaðan teiknaði ég upp munstrið á forsíðu bókarinnar.


Saga bókarinnar fjallar um fyrstu ár Hallgrís Péturssonar í Skagafirði og ég teiknaði prófíl af drengnum liggjandi í grasinu á forsíðuna og fjallið Hólabyrðu sem er ofan við bæjinn á Hólum á baksíðu.


Um bókina: Hvað gerði Hallgrím Pétursson að stórskáldi? Hver var heimanfylgja hans? Móðir og faðir, fjölskylda, vinir og fjölskrúðugt mannlíf á Hólum í Hjaltadal – allt vaknar þetta hér til lífsins í stórbrotinni náttúru Skagafjarðar. Frásögnin fylgir drengnum frá fæðingu og til þess er hann heldur af landi brott á unglingsárum. Af alúð og hugkvæmni eru stopular heimildir nýttar um sálmaskáldið og þá hörðu öld sem fóstraði hann. Galdrabrenna, eldsumbrot og Tyrkjarán, valdatogstreita höfðingja og barátta almúgans við óblíða náttúru mynda baksvið atburðanna þegar næm barnssálin tekst á við áföll og sviptingar í eigin lífi – með hjálp einstakrar náðargáfu: skáldskaparins. Steinunn Jóhannesdóttir hefur rannsakað líf og skáldskap Hallgríms Péturssonar um árabil.Comments


bottom of page