HÖNNUNARSTOFAN
Hönnunarstofa Bjargar er í miðborg Reykjavíkur og vinnur að fjölbreyttum hönnunar verkefnum, aðalega grafískri hönnun.
Fyrstu skrefin snúast oft um samtal og ráðgjöf, en vinnan getur einnig falist í verkefnastjórnun og hugmyndavinnu, grafískri hönnun, merkjahönnun (lógó), teikningum, bóka- og tímaritahönnun, ljósmyndun, myndvinnslu og ímynd (branding).
Björg Vilhjálmsdóttir (f. 1965) á að baki yfir 20 ára starfsferil í hönnun og hefur víðtæka reynslu af öllum sviðum grafískrar hönnunar. Hún bætti við menntun sína og lauk meistaranámi í hönnun frá Listaháskóla Íslands 2014, en grunnmenntun hennar í listum er úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Björg býr og rekur hönnunarstofu í hjarta borgarinnar. Hún hefur áhuga á útivist og gengur í náttúrunni eins og kostur er. Hún er í Söngfjelaginu, hugrökkum kór sem syngur blaðlaust. Börnin hennar eru uppkomin og vinna markvisst í að láta drauma sína rætast. Hún notar lítið bíl en hjólar og gengur um borgina, síðan eru það unaðsstundirnar í sundi og að róta í moldinni í bakgarðinum sem eru alltaf vinsælar. Björg hlustar á allskonar tónlist en þessa dagana er það helst Requiem Gabriel Fauré, Eivör, Ragnheiður Gröndal, M'ANAM og alltaf Leonard Cohen. Björg verslar við kaupmanninn á horninu, í hönnunarbúðum og „second hand“ verslunum. Hún fer með vinum á kaffihús og sýningar um helgar og hefur unun af fjölbreyttu borgarlífinu.