Gyða Jónsdóttir
- bjorg33
- Aug 29, 2025
- 1 min read
Updated: Sep 1, 2025
Hönnun og umbrot á bók um Gyðu Jónsdóttur

Bókverkið um minningu Gyðu Jónsdóttur varð til í samvinnu við feðgana Snorra Stefánsson og Stefán S. Guðjónsson. Þeir leituðu til mín með verkefnið að heiðra Gyðu, ömmu Snorra og tengdamóður Stefáns.
Í gamalli ferðatösku fundust teikningar og vefnaður sem Gyða hafði skapað á lífsleiðinni og vildu þeir feðgar varðveita söguna í bókarformi í tilefni að hundrað ára fæðingardegi hennar.
Ég fékk það hlutverk að hanna og setja upp verkið. Stefán skrifaði um tilurð bókarinnar og sögu Gyðu og myndir af verkum hennar veita innsýn í listrænan heim hennar. Á útgáfudegi bókarinnar var ættingjum og vinum boðið að koma saman. Viðburðurinn bar með sér hlýju og nærveru, þar sem veitingar voru í anda Gyðu sjálfrar.

Comments