top of page

Húsafell


Björg hannaði skilti og merkingar fyrir ferðaþjónustuna á Húsafelli. Margrét Sveinbjörnsdóttir hjá Brúarsmiðjunni vann texavinnuna og Ómar Smári teiknaði kortin.


Húsafell er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi. Margar gönguleiðir eru í boði og hægt er að velja styttri og lengri leiðir allt eftir getu og vilja göngugarpa.


Við hönnun göngukorta á Húsafelli voru leiðirnar aðgreindar með litum, heilar línur þar sem leiðir eru stikaðar og punktalínur við óstikaðar leiðir. Kortið er bæði á stórum spjöldum úti í náttúrunni og einnig sem prentgripur sem dreift er á hótelinu, upplýsingamiðstöðinni og í sundlauginni. Göngukortunum hefur verið einstaklega vel tekið og sýnir áhuga fólks á að ferðast fótgangandi um landið. Búið er að stika leiðina um Bæjargil upp frá bænum Húsafelli og Oddaleiðina, hringleið sem liggur frá Hótelinu inn í hraunið og að Hundavaðsfossi. Stikur eru á leiðunum með sömu litum og línurnar á kortinu.

Comentarios


bottom of page