top of page

Vilhjálmur arkitektSumarið 2021 fékk ég ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni föður mínum þróunar og rannsóknarstyrk frá Hönnunarmiðstöðinni. En Vilhjálmur er arkitekt og hefur rekið Teiknistofuna Óðinstorgi í yfir fimmtíu ár. Ég safna myndum og vinn texta í samvinnu við hann og set gögnin upp á heimasíðunni: teiknistofanodinstorgi. Heimasíðan mun bæta við mikilvægum kafla í byggingarsögu Íslands, en ekki var til heildræn skráning á verkum hans.


Ég er byrjuð að ljósmynda byggingar sem vantar inní söguna, en heilmikið er enn eftir að mynda.


Pétur Ármannsson tók ítarlegt viðtal við Vilhjálm í lok árs 2021 og er hljóðupptakan í skráningu og mun hún birtast á síðunni: teiknistofanodinstorgi.is.


Vilhjálmur Hjálmarsson og Pétur Ármannsson á Teiknistofunni Óðinstorgi, veturinn 2021

Comments


bottom of page