BARÐASTRANDARHREPPUR
Göngubók og kort
Elva Björg Einasdóttir höfundur bókarinnar skráði gönguleiðir æskustöðvanna.
Elva Björg Einarsdóttir er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja um Breiðafjörðinn og allt í kringum hann. Hér leiðir hún ferðalanga um sveitina sína. Við hönnun bókarinnar var innblástur sóttur í stein frá svæðinu. Litir í steininum spanna grátónaskala með björtum appelsínugulum skófum. Kápan, ysta lag á bókarinnar er strigaklædd með appelsínugulu skófarlitunum.
Við hönnun bókarinnar var innblástur sóttur í stein frá svæðinu.
Elva Björg teiknaði leiðirnar inná kort sem er á saurblöðum og eru leiðirnar einnig þrykktar ofaní strigann með steingráum lit á forsíðu bókarinnar.
Einstakt ferðalag
Elva Björg bauð vinum á facebook að koma með í gönguferð á svæðinu. Áskorunin fólgst í að mæta við Siglunesá í eyðidal á Barðaströnd klukkan sjö að tilteknum morgni. Ég fór á mínum nýja gullvagni daginn áður og keyrði að Siglunesá. Þar tjaldaði ég í hífandi roki og var klár með nestið klukkan sjö næsta morgun. Við gengum síðan förurnar í dásamlegu veðri og Elva Börg var alveg frábær leiðsögumaður og gerði ferðina einstaka og þetta var í alla staði dásamleg og upplifun.
Yorumlar