Prentvinnustofa
- bjorg33
- Jun 30
- 2 min read
Updated: Sep 1

Færanleg prentvinnustofa á Rabbarbarahátíð
Í sumar vorum við vinkonurnar, ég og Sigga Melrós með færanlega prentvinnustofu á Rabbarbarahátíðinni í Hildebrandtshúsi á Blönduósi. Við erum báðar myndlistarmenntaðar og með reynslu af námskeiðahaldi og þetta var í fyrsta sinn sem við prófuðum að taka vinnustofuna út á land og bjóða fólki að prenta á bæði pappír og tau.
Í vinnustofunni gátu gestir prófað sig áfram með liti og prentstimpla á bæði pappír og tau, með persónulega leiðsögn frá okkur. Við hjálpuðum öllum, ungum sem öldnum, að skapa sín eigin prentverk og kannað hvernig litir og form leikast saman á nýjan og skapandi hátt. Gestir gátu einnig keypt svuntur, taupoka og viskastykki úr hágæða endurunninni bómull, til að taka verk sín heim.
Vinnustofan okkar var hluti af fjölbreyttri dagskrá í Gamla bænum á Blönduósi, þar sem rabarbaranum var fagnað í allri sinni dýrð. Tónlist, sölubásar frá smáframleiðendum, fræðslu- og skemmtigöngur, uppskriftakeppni, gestakokkur að störfum, hjólaferðir og fleira sköpuðu litrík og skemmtileg stemningu.
Við teljum mikilvægt að kynna íslenska rabarbarann – já, íslenska – því þrátt fyrir að hér sé ræktaður frábær rabarbari, er samt flutt inn óheyrilegt magn frá öðrum löndum. Með vinnustofum okkar og þátttöku á hátíðum viljum við stuðla að því að fólk kynnist íslenska hráefninu og noti það meira í daglegu lífi.
Allt gekk upp, skemmtilegir og skapandi þátttakendur, einstök staðsetning, fallegur bær og stórmerkileg Rabarbarahátíð!
Hafið endilega samband ef þið viljið fá frekarii upplýsingar um færanlega prentvinnustofu.
Björg Vilhjálmsdóttir
bjorg@bjorgvilhjalms.is / s: 868 5544
Sigríður Melrós Ólafsdóttir
sigridurmelros@gmail.com / s: 663 9894
Mobile Print Workshop at the Rhubarb Festival
This summer, my friend Sigga Melrós and I hosted a mobile print workshop at the Rhubarb Festival in Hildebrandt House, Blönduós. We are both trained visual artists with experience in leading workshops, and this was our first time taking the workshop out of the studio to offer people the chance to print on both paper and fabric.
In the workshop, participants explored colors and print stamps on paper and fabric with our personal guidance. We helped everyone, young and old, create their own prints and discover how colors and shapes interact in new and creative ways. Guests could also purchase aprons, tote bags, and tea towels made from high-quality, recycled cotton to take their creations home.
Our workshop was part of a vibrant program in the Old Town of Blönduós, celebrating the rhubarb in all its glory. Music, booths from small producers, educational and fun walks, lists competitions, guest chefs, cycling tours, and more created a colorful and joyful atmosphere.
We believe it’s important to promote the Icelandic rhubarb - yes, Icelandic, because even though excellent rhubarb is grown here, an enormous amount is still imported from other countries. Through our workshops and festival participation, we aim to help people discover this local ingredient and use it more in their daily lives.
Everything came together beautifully, creative and enthusiastic participants, a unique location, a charming town, and a truly remarkable Rhubarb Festival!
Please feel free to contact us for more information about our mobile print workshop:
Björg Vilhjálmsdóttirbjorg@bjorgvilhjalms.is / +354 868 5544
Sigríður Melrós Ólafsdóttirsigridurmelros@gmail.com / +354 663 9894





















































































Comments