Rabbarbaraþrykk
- bjorg33
- Aug 26, 2025
- 1 min read
Updated: Sep 1, 2025
Tilraunir með teikningar, liti, þrykk og rabarbara
Á vinnustofunni var leikur og tilraunir í fyrirrúmi. Hvernig geta einfaldar teikningar og form breyst þegar þau eru margfölduð, stimpluð og lögð saman í ný mynstur?
Rabarbari skoðaður sem stimpill og efniviður í myndir og texta.
Í beðinu bærist þú ofur hljótt,
með laufblöðin breiðu sem sofa í nótt.
Af moldinni lifnar, langur og tær,
í sumarsins ljóma, færist mér nær.
Í golunni dansar hann ofur dátt,
með dálitum rikkjum í hvora átt.
Súr á tungu með sætu mig erta,
Ó, rabarbarari, þig vil ég snerta!

Þó ég sé súr, er gleði mín sæt

Stilkarnir rísa úr moldinni myrku,
með ljósdögg á blöðunum breiðu og styrku

Í stilknum saga, í strengnum þrá,
súrsætur ilmur að gæða sér á






































Comments