Saga jarðvangur (Saga Geopark) er landsvæði sem spannar uppsveitir Borgarfjarðar og nær yfir 2.270 km2 svæði .
Ég var fengin til að hanna heildarútlit fyrir Saga jarðvang til að aðgreina svæðið, skerpa á sérstöðu þess og skapa sterka sýn til langs tíma. Saga jarðvangur var í umsóknarferli UNESCO og fékk jákvæðar viðtökur matsmanna.
Ég hannaði leiðavísir og grafík, samdi texta og tók ljósmyndir. Teiknari er Vilhjálmur Ólafsson.
Í þessu verkefni er stuðst við handbók Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Ferðamálastofu og Þingvallaþjóðgarðs. Handbókin er leiðarvísir í skiltagerð og er ætluð öllum þeim sem koma að mótun umhverfis ferðamanna á Íslandi. Höfundar handbókarinnar eru: Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt FAÍ Plan arkitektar, Annetta Scheving grafískur hönnuður, Árni Jón Sigfússon arkitekt og Gústaf Vífilsson verkfræðingur.
Teikning: Vilhjálmur Ólafsson
Comments