Með aðstoð gervigreindar
- bjorg33
- Nov 3
- 1 min read
Updated: Nov 4

Í þessu verkefni vann ég með möguleika generative AI í Photoshop til að skapa nýtt sjónrænt umhverfi úr fyrirliggjandi ljósmynd. Upprunalega var myndin tekin inni í jógastöð, en markmiðið var að færa hana út í náttúruna, í haustlitaðan skóg sem endurspeglar kyrrð, umbreytingu og tengingu við árstíðaskiptin.

Frá mynd sem tekin var innanhúss yfir í haust senu þar sem ljósið, litirnir og áferðin mynda náttúrulega heild. Unnið var með birtuskil, litblæ og efnisáferð laufanna til að tryggja trúverðugt samspil milli manneskunnar og umhverfisins.
Útkoman var plakat fyrir viðburðinn Samhain – raddspuni, þar sem myndin og textinn vinna saman að því að skapa stemningu fyrir djúpa tengingu, innhverfa íhugun og umbreytingu haustsins.

Comments